Óskar Hrafn: Vildum halda því sem við stöndum fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2020 20:06 Óskar Hrafn var að mörgu leyti sáttur með leik sinna manna í dag. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05
„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti