KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Sótthreinsa ber bolta í hvert sinn sem hann fer út af í fótboltaleikjum, samkvæmt sóttvarnareglum KSÍ sem sóttvarnalæknir samþykkti. VÍSIR/VILHELM Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00