Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Valur 0-2 | Meistararnir á toppinn Ester Ósk Árnadóttir skrifar 28. ágúst 2020 19:15 Valur - Þór/KA Pepsi max deild kvenna, Sumar 2020. ksí fótbolti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þór/KA og Valur mætust í Pepsí Max deild kvenna í dag. Fyrir leikinn var Valur í öðru sæti deildarinnar með 25 stigum, tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir KR á útivelli á morgun. Valur gat því með sigri komið sér tímabundið á toppinn. Þór/KA var í 6. sæti með 13 stig og gátu með sigri fært sig sæti ofar og aðeins frá fallbaráttunni. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Valur var þó ívið sterkari en náði ekki að opna skipulagða og þétta vörn Þór/KA með Örnu Sif í broddi fylkingar. Besta færi fyrri hálfleiksins átti líklega Huld Ósk leikmaður Þór/KA á 14 mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Vals eftir góða stungusendingu. Arna Eiríksdóttir gerði vel í að trufla Huldu og skot hennar því laust á Söndru í markinu. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og sá fyrri. Þór/KA sat afarlega og beiti skyndisóknum á meðan Valur reyndi að finna glufur á vörn Þór/KA. Það bar árangur á 68 mínútu þegar Valur fékk sína níundu hornspyrnu í leiknum. Hallbera tók þá fína spyrnu á nærstöngina en þar var Elín Metta mætt og skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu. Valur átti svo eftir að bæta við marki á 89 mínútu en þá átti Ásdís Karen góða stungusendingu inn á Elínu sem var ein á móti Lauren í markinu og eftirleikurinn auðveldur fyrir. Valur tók því stigin þrjú og fer allavega tímbundið í efsta sæti deildarinnar, einu stigi ofar en Breiðablik. Af hverju vann Valur? Þær voru þolinmóðar í sóknarleiknum á móti sterkri vörn Þór/KA sem gaf fá færi á sér. Sömuleiðis var vörn Vals þétt og Sandra örugg í sínum aðgerðum í marki Vals. Sigurinn hefði svo sem getað endað öðru hvoru meginn þó Valur hafi verið sterkari aðilinn. Það var þetta mikilvæga mark sem Elín Metta skorar á 68 mínútu sem gerði það að verkum að Valur nældi í stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif í liði Þór/KA átti ótal skalla frá markinu, var örugg í sínum varnaraðgerðum og kom líklega í veg fyrir ansi mörg mörk . Heiða Ragey lét finna vel fyrir sér upp á miðjunni og Hulda Ósk komst nokkrum sinnum í ákjósanlegar stöðu upp á topp. Hún var sömuleiðis alltaf á ferðinni og vörn Vals þurfti að vera vel vakandi. Valsliðið var mjög lengi í gang í dag og voru fáar sem báru af í dag. Elín Metta fær auðvitað punkt hér en fram að fyrsta markinu sem hún skorar sást lítið til hennar en hún er eins og Eiður segir x-factor í svona leikjum og sýndi það sannarlega í dag. Hallbera var líka mjög flott hjá Val og sömuleiðis innkoma Ásdísar á völlinn en hún á stoðsendinguna í seinna markinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Val framan af var ekki upp á marga fiska. Þær virtust eiga erfitt með að finna glufur á vörn Þór/KA og heimakonur áttu auðvelt með að loka á sóknaraðgerðir Vals. Sem segir samt líka hversu sterkt þetta Vals lið er því þrátt fyrir að eiga ekki góðan dag sóknarlega þá skora þær samt tvö góð mörk. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga næst leik í mjólkurbikarnum. Þór/KA fær Hauka í heimsókn og Valur á erfiðan leik á útivelli á móti Selfoss. Eftir þá leiki snýr Valur sér að toppbaráttunni og Þór/KA að fallbaráttunni en Þór/KA er þremur stigum frá fallsæti. Eiður Benedikt: Frábært að vera á toppsætinu „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu. Þór/KA voru vel skipulagðar, við vissum að þær yrði það. Völlurinn var erfiður til að byrja með þannig það var ágætt að fá rigninguna í hálfleik til að bleyta hann en þetta var bara erfiður leikur. Það eru alltaf erfiðir leikir hér fyrir norðan á móti Þór/KA, þær eru með skipulagt lið og góða þjálfara." „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki góður. Það kom kraftur í okkur á svona 60 mínútu. Þá kom meiri taktur í spilamennskuna, við fundum einfaldari sendingar og leiðirnar sem við vildum og töluðum um fyrir leik. Fram að því þá vorum við að taka fyrsta kostinn í gegn eða setja hann langann upp völlinn sem að rataði ekki á neinn leikmann þannig við gerum okkur þetta erfitt fyrir og spilum þetta svolítið upp í hendurnar á þeim." „Við svo sem æfum hornspyrnur ekkert rosalega mikið en það eru ákveðin hlaup sem leikmenn eiga að taka og þetta var hárrétt í dag. Við vorum búinn að setja nokkrar á fjær en síðan kom boltinn á nær þannig að það var mjög jákvætt." „Elín Metta er náttúrulega bara x-factor í okkar liði sem að liðin vita af. Þau þurfa að passa hana og mega ekki gefa henni mikinn tíma. Við erum með fleiri x-factora í þessu liði en þegar við erum í svona leikjum sem eru 50/50 og við þurfum að hafa fyrir hlutum þá er gott að hafa eina Elín Mettu á toppnum." „Frábært að vera í toppsætinu. Við erum að fara í erfiðan leik á móti Selfoss í bikarnum og það er bara önnur keppni. Við núllstillum okkur aðeins fyrir þann leik og undirbúum okkur aðeins öðruvísi en það var gott að fá hörku leik í dag því það er það sem Selfoss bíður upp á. Mjög ánægður að við höfum klárað leikinn svona í dag og haldið hreinu, ber að hrósa vörninni og Söndru." Andri Hjörvar: Þurfum að vinna í okkar hlutum og gera betur „Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Þær lögðu mikið púður í þetta og stóðu sig frábærlega vel gegn sterku liði Vals þannig að það er mjög mikið svekkelsi að leikurinn skildi enda svona." „Taktíkin er búinn að vera mjög góð í síðustu leikjum og var það líka í dag, þetta fyrirkomulag virðist henta okkur. Leikjaplanið er að vera þéttar til baka og skipulagðar. Þetta gekk eftir í dag en svo fengum við klaufamark í andlitið og það er oft það sem skilur að milli liða og gerði það því miður í dag." „Við vissum það kannski fyrir mót að þetta yrði þéttur pakki í deildinni og það er bara að koma á daginn. Þetta er bara þræl skemmtilegt, það verður mikið í húfi í lokaumferðunum þannig að við verðum bara að takast á við það verkefni að vera nálægt botninum. Það er enginn stressaður eða neitt slíkt." „Hulda Ósk fékk að klára færið en kannski ekki í nógu góðu jafnvægi til að klára færið þannig mér fannst að dómarinn hefði mögulega getað spjaldað leikmanninn eftir á en við erum ekki mikið að horfa til baka hvað dómarinn gerir þannig að við grátum þetta ekkert. Við þurfum bara að vinna í okkar hlutum og gera betur." „Við þurfum að fara að safna stigum en aftur mig langar að segja að við höfum verið að spila þokkalega og við erum alltaf að bæta okkar leik en það vantar stigin og kannski mörkin en það hlýtur nú að detta inn. Við förum vonandi að hala inn punktum." Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Valur
Þór/KA og Valur mætust í Pepsí Max deild kvenna í dag. Fyrir leikinn var Valur í öðru sæti deildarinnar með 25 stigum, tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir KR á útivelli á morgun. Valur gat því með sigri komið sér tímabundið á toppinn. Þór/KA var í 6. sæti með 13 stig og gátu með sigri fært sig sæti ofar og aðeins frá fallbaráttunni. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Valur var þó ívið sterkari en náði ekki að opna skipulagða og þétta vörn Þór/KA með Örnu Sif í broddi fylkingar. Besta færi fyrri hálfleiksins átti líklega Huld Ósk leikmaður Þór/KA á 14 mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Vals eftir góða stungusendingu. Arna Eiríksdóttir gerði vel í að trufla Huldu og skot hennar því laust á Söndru í markinu. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og sá fyrri. Þór/KA sat afarlega og beiti skyndisóknum á meðan Valur reyndi að finna glufur á vörn Þór/KA. Það bar árangur á 68 mínútu þegar Valur fékk sína níundu hornspyrnu í leiknum. Hallbera tók þá fína spyrnu á nærstöngina en þar var Elín Metta mætt og skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu. Valur átti svo eftir að bæta við marki á 89 mínútu en þá átti Ásdís Karen góða stungusendingu inn á Elínu sem var ein á móti Lauren í markinu og eftirleikurinn auðveldur fyrir. Valur tók því stigin þrjú og fer allavega tímbundið í efsta sæti deildarinnar, einu stigi ofar en Breiðablik. Af hverju vann Valur? Þær voru þolinmóðar í sóknarleiknum á móti sterkri vörn Þór/KA sem gaf fá færi á sér. Sömuleiðis var vörn Vals þétt og Sandra örugg í sínum aðgerðum í marki Vals. Sigurinn hefði svo sem getað endað öðru hvoru meginn þó Valur hafi verið sterkari aðilinn. Það var þetta mikilvæga mark sem Elín Metta skorar á 68 mínútu sem gerði það að verkum að Valur nældi í stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Arna Sif í liði Þór/KA átti ótal skalla frá markinu, var örugg í sínum varnaraðgerðum og kom líklega í veg fyrir ansi mörg mörk . Heiða Ragey lét finna vel fyrir sér upp á miðjunni og Hulda Ósk komst nokkrum sinnum í ákjósanlegar stöðu upp á topp. Hún var sömuleiðis alltaf á ferðinni og vörn Vals þurfti að vera vel vakandi. Valsliðið var mjög lengi í gang í dag og voru fáar sem báru af í dag. Elín Metta fær auðvitað punkt hér en fram að fyrsta markinu sem hún skorar sást lítið til hennar en hún er eins og Eiður segir x-factor í svona leikjum og sýndi það sannarlega í dag. Hallbera var líka mjög flott hjá Val og sömuleiðis innkoma Ásdísar á völlinn en hún á stoðsendinguna í seinna markinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Val framan af var ekki upp á marga fiska. Þær virtust eiga erfitt með að finna glufur á vörn Þór/KA og heimakonur áttu auðvelt með að loka á sóknaraðgerðir Vals. Sem segir samt líka hversu sterkt þetta Vals lið er því þrátt fyrir að eiga ekki góðan dag sóknarlega þá skora þær samt tvö góð mörk. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga næst leik í mjólkurbikarnum. Þór/KA fær Hauka í heimsókn og Valur á erfiðan leik á útivelli á móti Selfoss. Eftir þá leiki snýr Valur sér að toppbaráttunni og Þór/KA að fallbaráttunni en Þór/KA er þremur stigum frá fallsæti. Eiður Benedikt: Frábært að vera á toppsætinu „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu. Þór/KA voru vel skipulagðar, við vissum að þær yrði það. Völlurinn var erfiður til að byrja með þannig það var ágætt að fá rigninguna í hálfleik til að bleyta hann en þetta var bara erfiður leikur. Það eru alltaf erfiðir leikir hér fyrir norðan á móti Þór/KA, þær eru með skipulagt lið og góða þjálfara." „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki góður. Það kom kraftur í okkur á svona 60 mínútu. Þá kom meiri taktur í spilamennskuna, við fundum einfaldari sendingar og leiðirnar sem við vildum og töluðum um fyrir leik. Fram að því þá vorum við að taka fyrsta kostinn í gegn eða setja hann langann upp völlinn sem að rataði ekki á neinn leikmann þannig við gerum okkur þetta erfitt fyrir og spilum þetta svolítið upp í hendurnar á þeim." „Við svo sem æfum hornspyrnur ekkert rosalega mikið en það eru ákveðin hlaup sem leikmenn eiga að taka og þetta var hárrétt í dag. Við vorum búinn að setja nokkrar á fjær en síðan kom boltinn á nær þannig að það var mjög jákvætt." „Elín Metta er náttúrulega bara x-factor í okkar liði sem að liðin vita af. Þau þurfa að passa hana og mega ekki gefa henni mikinn tíma. Við erum með fleiri x-factora í þessu liði en þegar við erum í svona leikjum sem eru 50/50 og við þurfum að hafa fyrir hlutum þá er gott að hafa eina Elín Mettu á toppnum." „Frábært að vera í toppsætinu. Við erum að fara í erfiðan leik á móti Selfoss í bikarnum og það er bara önnur keppni. Við núllstillum okkur aðeins fyrir þann leik og undirbúum okkur aðeins öðruvísi en það var gott að fá hörku leik í dag því það er það sem Selfoss bíður upp á. Mjög ánægður að við höfum klárað leikinn svona í dag og haldið hreinu, ber að hrósa vörninni og Söndru." Andri Hjörvar: Þurfum að vinna í okkar hlutum og gera betur „Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Þær lögðu mikið púður í þetta og stóðu sig frábærlega vel gegn sterku liði Vals þannig að það er mjög mikið svekkelsi að leikurinn skildi enda svona." „Taktíkin er búinn að vera mjög góð í síðustu leikjum og var það líka í dag, þetta fyrirkomulag virðist henta okkur. Leikjaplanið er að vera þéttar til baka og skipulagðar. Þetta gekk eftir í dag en svo fengum við klaufamark í andlitið og það er oft það sem skilur að milli liða og gerði það því miður í dag." „Við vissum það kannski fyrir mót að þetta yrði þéttur pakki í deildinni og það er bara að koma á daginn. Þetta er bara þræl skemmtilegt, það verður mikið í húfi í lokaumferðunum þannig að við verðum bara að takast á við það verkefni að vera nálægt botninum. Það er enginn stressaður eða neitt slíkt." „Hulda Ósk fékk að klára færið en kannski ekki í nógu góðu jafnvægi til að klára færið þannig mér fannst að dómarinn hefði mögulega getað spjaldað leikmanninn eftir á en við erum ekki mikið að horfa til baka hvað dómarinn gerir þannig að við grátum þetta ekkert. Við þurfum bara að vinna í okkar hlutum og gera betur." „Við þurfum að fara að safna stigum en aftur mig langar að segja að við höfum verið að spila þokkalega og við erum alltaf að bæta okkar leik en það vantar stigin og kannski mörkin en það hlýtur nú að detta inn. Við förum vonandi að hala inn punktum."
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti