Bjarni setur á fót hagfræðingahóp Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 12:29 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um stofnun hópsins að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira