Bjarni setur á fót hagfræðingahóp Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 12:29 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um stofnun hópsins að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira