Stuðlagili lokað almenningi og bíður komu Will Smith Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2020 14:05 Stuðlagil er vafalítið ein af fegurstu perlum Íslands og þangað hafa Íslendingar streymt í sumar. Sunna Karen Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær. Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær.
Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44