Starfsmaður íþróttahúss sakaður um að hafa löðrungað níu ára dreng Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 16:23 Málinu er ekki lokið að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Vísir/Vilhelm Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“ Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“
Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira