Föstudagsplaylisti Kinnat Sóleyjar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2020 16:01 Kinnat þykir enginn barningur að hanna tónlistarvarning. Kinnat er grafískur hönnuður sem vinnur undir nafninu Merch Babe og er ásamt Sólveigu Matthildi heilinn á bak við tímaritið og útgáfufyrirtækið Myrkfælni. Hún hefur verið búsett í Leipzig í Þýskalandi síðustu fjögur ár og rekur þar vinnustofu ásamt öðru listafólki. Hún hefur einnig unnið mikið að myndbandagerð fyrir íslenskt tónlistarfólk ásamt kærasta sínum, Dean Kemball. Tímaritið Myrkfælni fjallar um íslenska grasrótarmenningu og kom fjórða tölublað þess út fyrir viku síðan. Með blaðinu fylgir safnkassetta með tólf lögum eftir íslenskt jaðartónlistarfólk. Í sumar tilkynntu þær Kinnat og Sólveig að þær hygðust hefja útgáfu tónlistar gegnum Myrkfælni og hafa þær þegar tilkynnt að von sé á plötum með Holdgervlum, Rex Pistols og MSEA í haust. Eins og við er að búast einkennir íslensk grasrótartónlist lagalista Kinnat, og er tónlist eftir konur í miklum meirihluta. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kinnat er grafískur hönnuður sem vinnur undir nafninu Merch Babe og er ásamt Sólveigu Matthildi heilinn á bak við tímaritið og útgáfufyrirtækið Myrkfælni. Hún hefur verið búsett í Leipzig í Þýskalandi síðustu fjögur ár og rekur þar vinnustofu ásamt öðru listafólki. Hún hefur einnig unnið mikið að myndbandagerð fyrir íslenskt tónlistarfólk ásamt kærasta sínum, Dean Kemball. Tímaritið Myrkfælni fjallar um íslenska grasrótarmenningu og kom fjórða tölublað þess út fyrir viku síðan. Með blaðinu fylgir safnkassetta með tólf lögum eftir íslenskt jaðartónlistarfólk. Í sumar tilkynntu þær Kinnat og Sólveig að þær hygðust hefja útgáfu tónlistar gegnum Myrkfælni og hafa þær þegar tilkynnt að von sé á plötum með Holdgervlum, Rex Pistols og MSEA í haust. Eins og við er að búast einkennir íslensk grasrótartónlist lagalista Kinnat, og er tónlist eftir konur í miklum meirihluta.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“