Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2020 15:35 Mótmælendur hafa safnast saman víðs vegar um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi. Vísir/AP Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55