Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2020 15:35 Mótmælendur hafa safnast saman víðs vegar um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi. Vísir/AP Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55