Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 08:44 Þessi mynd er frá því í sumar og sýnir bílalest indverska hersins flytja hermenn að landamærum Indlands og Kína. AP/Mukhtar Khan Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní. Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní.
Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57