Áhorfendur knattspyrnuleikja eitt þeirra mála sem ekki náðist að klára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 20:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir (fyrir miðju) ásamt Víði Reynissyni og Ölmu D. Möller. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að reglur um áhorfendur á knattspyrnuleikjum kunni að hafa verið eitt þeirra atriða sem hefði mátt skoða betur. Þá sagðist Þórólfur ekki telja að misræmi í tölulegum upplýsingum skipti höfuðmáli. Yfirvöld væru fús til að viðurkenna ef þau gerðu mistök. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi dagsins. Þar sagði hann jafnframt að sóttvarnayfirvöldum hafi borist gríðarlegt magn fyrirspurna og beiðna um leiðbeiningar vegna þeirra takmarka sem í gildi eru vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið hafi verið með fjölmörgum aðilum að útfærslu ýmissa atriða. Á dögunum voru hliðin opnuð fyrir knattspyrnuþyrsta áhorfendur, þó með takmörkunum, eftir nokkrar vikur af nánast áhorfendalausum leikjum hér á landi. „Ég held að þetta hafi verið einn af þessum hlutum sem fór upp á milli og náðist ekki að klára á réttum tíma. Það er ekkert óeðlilegt við það þegar svona mikið er undir og mikið er í gangi í einu að eitthvað aðeins fari úrskeiðis. Mér finnst það ekki vera stóra málið í þessu og við bara lagfærum það.“ Horfa verði á stóru myndina Þá sagðist Þórólfur ekki telja að smávægilegt misræmi í tölulegri upplýsingagjöf skipti höfuðmáli. Fólk yrði að líta á stóru myndina. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Kári Stefánsson að þrír hefðu greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Kamilla Jósefsdóttir, staðgenginn sóttvarnalæknis, sagði hins vegar að tveir hefðu greinst. „Við erum fús að viðurkenna ef við gerum einhver mistök og bara lagfærum það. Við reynum að vinna með öllum, gera okkar besta til þess, þannig að allir nái ásættanlegum niðurstöðum,“ sagði Þórólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að reglur um áhorfendur á knattspyrnuleikjum kunni að hafa verið eitt þeirra atriða sem hefði mátt skoða betur. Þá sagðist Þórólfur ekki telja að misræmi í tölulegum upplýsingum skipti höfuðmáli. Yfirvöld væru fús til að viðurkenna ef þau gerðu mistök. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi dagsins. Þar sagði hann jafnframt að sóttvarnayfirvöldum hafi borist gríðarlegt magn fyrirspurna og beiðna um leiðbeiningar vegna þeirra takmarka sem í gildi eru vegna kórónuveirufaraldursins. Unnið hafi verið með fjölmörgum aðilum að útfærslu ýmissa atriða. Á dögunum voru hliðin opnuð fyrir knattspyrnuþyrsta áhorfendur, þó með takmörkunum, eftir nokkrar vikur af nánast áhorfendalausum leikjum hér á landi. „Ég held að þetta hafi verið einn af þessum hlutum sem fór upp á milli og náðist ekki að klára á réttum tíma. Það er ekkert óeðlilegt við það þegar svona mikið er undir og mikið er í gangi í einu að eitthvað aðeins fari úrskeiðis. Mér finnst það ekki vera stóra málið í þessu og við bara lagfærum það.“ Horfa verði á stóru myndina Þá sagðist Þórólfur ekki telja að smávægilegt misræmi í tölulegri upplýsingagjöf skipti höfuðmáli. Fólk yrði að líta á stóru myndina. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Kári Stefánsson að þrír hefðu greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Kamilla Jósefsdóttir, staðgenginn sóttvarnalæknis, sagði hins vegar að tveir hefðu greinst. „Við erum fús að viðurkenna ef við gerum einhver mistök og bara lagfærum það. Við reynum að vinna með öllum, gera okkar besta til þess, þannig að allir nái ásættanlegum niðurstöðum,“ sagði Þórólfur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira