Hlær að „asnalegri“ umsögn Samtaka skattgreiðenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 17:51 Sjálfur segist Smári ekki muna punktastöðu sína hjá Icelandair. Hún hafi nánast engin áhrif á líf hans. FoVísir/Hanna Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan. Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan.
Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira