Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 18:55 Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon. Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon.
Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13