Segir KSÍ hafa verið margar vikur að undirbúa leikinn gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 19:00 Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum. Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum.
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira