Danska úrvalsdeildin í handbolta hófst með sannkölluðum Íslendingaslag þegar Ribe-Esjberg fékk Team Tvis Holstebro í heimsókn í kvöld.Fór það svo að gestirnir fóru með fimm marka sigur af hólmi, 37-32.
Alls voru fjórir Íslendingar í eldlínunni í leik kvöldsins.
Staðan í hálfleik var jöfn, 16-16, en í síðari hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og unnu á endanum fimm marka sigur. Lokatölur 37-32 Holstebro í vil.
Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk í liði Holstebro. Í liði Ribe-Esjberg gerði Rúnar Kárason fjögur mörk og Gunnar Steinn Jónsson þrjú mörk. Daníel Ingason komst ekki á blað.