KR vann Fylki í spennandi leik Bjarni Bjarnason skrifar 2. september 2020 08:05 Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil. Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti
Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil.
Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti