„Þetta er leit alla ævi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2020 10:29 Fjörutíu og sex ár eru síðan að Ragnar Axelsson, RAX, hóf störf sem ljósmyndari og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á ferlinum og tekið hverja snilldarmynd á eftir annarri. Nú er RAX gengin til liðs við Vísi og má nú finna stutta viðtalsþætti um þekktustu ljósmyndir hans þar. Sindri Sindrason hitti RAX á dögunum og fór yfir ferilinn með honum fyrir Ísland í dag. „Mig hefur alltaf langað að fara á einhver stað og mynda eldingu en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingu eru ljósmyndarar sem eru að taka myndir á þrífæti því eldingin fer alltaf í lægsta punkt,“ segir Ragnar nokkuð léttur. Ragnar segist vera ánægður að börnin hans hafi ekki farið sömu leið og hann þar sem mikil hætta skapast oft í ljósmyndun. „Þau fóru ekki í þetta og ég vona að barnabörnin mín geri það ekki heldur,“ segir RAX sem var starfandi á Morgunblaðinu í 44 ár. Hann byrjaði á íþróttadeildinni og hefur alltaf haft gaman af vinnunni. Hann hefur til að mynda farið margoft til Grænlands og myndað breytinguna sem hefur átt sér stað í því samfélagi. RAX fer aldrei neitt án myndavélarinnar. „Mér finnst ég í raun nakinn án hennar og er alltaf með hana með mér,“ segir Ragnar. Hann segist ekki hafa toppað sig í ljósmyndun. „Þetta er leit alla ævi, að ná að taka þessa fullkomnu ljósmynd. Kannski næ ég því, kannski ekki en ég stefni á það.“ Þættir RAX eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon og kemur inn nýr þáttur alla sunnudaga. RAX Ísland í dag Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Fjörutíu og sex ár eru síðan að Ragnar Axelsson, RAX, hóf störf sem ljósmyndari og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á ferlinum og tekið hverja snilldarmynd á eftir annarri. Nú er RAX gengin til liðs við Vísi og má nú finna stutta viðtalsþætti um þekktustu ljósmyndir hans þar. Sindri Sindrason hitti RAX á dögunum og fór yfir ferilinn með honum fyrir Ísland í dag. „Mig hefur alltaf langað að fara á einhver stað og mynda eldingu en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingu eru ljósmyndarar sem eru að taka myndir á þrífæti því eldingin fer alltaf í lægsta punkt,“ segir Ragnar nokkuð léttur. Ragnar segist vera ánægður að börnin hans hafi ekki farið sömu leið og hann þar sem mikil hætta skapast oft í ljósmyndun. „Þau fóru ekki í þetta og ég vona að barnabörnin mín geri það ekki heldur,“ segir RAX sem var starfandi á Morgunblaðinu í 44 ár. Hann byrjaði á íþróttadeildinni og hefur alltaf haft gaman af vinnunni. Hann hefur til að mynda farið margoft til Grænlands og myndað breytinguna sem hefur átt sér stað í því samfélagi. RAX fer aldrei neitt án myndavélarinnar. „Mér finnst ég í raun nakinn án hennar og er alltaf með hana með mér,“ segir Ragnar. Hann segist ekki hafa toppað sig í ljósmyndun. „Þetta er leit alla ævi, að ná að taka þessa fullkomnu ljósmynd. Kannski næ ég því, kannski ekki en ég stefni á það.“ Þættir RAX eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon og kemur inn nýr þáttur alla sunnudaga.
RAX Ísland í dag Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira