Þarf að greiða 20 milljóna reikning eftir „gáleysi“ við undirritun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 10:58 Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Vísir/getty Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira