KR-konur koma úr sóttkví og fara beint í bikarleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 15:00 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk þegar KR spilaði síðast leik í Mjólkurbikarnum þegar liðið var nýkomið úr sóttkví. Vísir/Vilhelm Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30
Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30