Leggja fram nýjar tillögur og krefjast tafarlausra aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 11:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti tillögurnar á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun. Viðreisn Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00