Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2020 12:19 Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta. Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta.
Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14
Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19