Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2020 12:19 Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta. Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta.
Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14
Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19