Fimm börn fundust látin í íbúð í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 13:34 Börnin fundust í íbúð í fjölbýlishúsi við Hasselstraße í Solingen. getty Lögregla í Þýskalandi hefur staðfest að fimm börn hafi fundist látin í íbúð í bænum Solingen í Norðurrín-Vestfalíu. Móðir barnanna er grunuð um að hafa orðið þeim að bana. „Já, ég get staðfest að fimm börn hafi fundist látin. Þau fundust í íbúð í fjölbýlishúsi við Hasselstraße í Solingen. Rannsókn er í fullum gangi og ég get ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir Jan Battenberg, talsmaður lögreglunnar í Wuppertal. Þýski fjölmiðillinn Bild segir að móðir barnanna sé grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Börnin voru átta, sex, þriggja, tveggja og eins árs. Amma barnanna er sögð hafa komið að börnunum og tilkynnt lögreglu að 27 ára dóttir sín hafi farið ásamt ellefu ára syni sínum af vettvangi með það að markmiði að svipta sig lífi. Bild segir ennfremur frá því að hin grunaða hafi stokkið fyrir lest á aðallestarstöðinni í Düsseldorf, komist lífs af og sé nú í haldi lögreglu. Ellefu ára sonur hennar sé einnig á lífi. Á myndum frá Solingen má sjá fjölda sjúkrabíla fyrir utan fjölbýlishúsið. Tilkynnt var um málið skömmu fyrir klukkan 14 að staðartíma, eða hádegi að íslenskum tíma. Solingen er að finna austur af Düsseldorf. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi hefur staðfest að fimm börn hafi fundist látin í íbúð í bænum Solingen í Norðurrín-Vestfalíu. Móðir barnanna er grunuð um að hafa orðið þeim að bana. „Já, ég get staðfest að fimm börn hafi fundist látin. Þau fundust í íbúð í fjölbýlishúsi við Hasselstraße í Solingen. Rannsókn er í fullum gangi og ég get ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir Jan Battenberg, talsmaður lögreglunnar í Wuppertal. Þýski fjölmiðillinn Bild segir að móðir barnanna sé grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Börnin voru átta, sex, þriggja, tveggja og eins árs. Amma barnanna er sögð hafa komið að börnunum og tilkynnt lögreglu að 27 ára dóttir sín hafi farið ásamt ellefu ára syni sínum af vettvangi með það að markmiði að svipta sig lífi. Bild segir ennfremur frá því að hin grunaða hafi stokkið fyrir lest á aðallestarstöðinni í Düsseldorf, komist lífs af og sé nú í haldi lögreglu. Ellefu ára sonur hennar sé einnig á lífi. Á myndum frá Solingen má sjá fjölda sjúkrabíla fyrir utan fjölbýlishúsið. Tilkynnt var um málið skömmu fyrir klukkan 14 að staðartíma, eða hádegi að íslenskum tíma. Solingen er að finna austur af Düsseldorf. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira