Forsetinn hvetur ríkisstjórnina til að fara frá Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2020 14:35 Frá vettvangi mótmæla fyrir framan þinghúsið í Sófíu í gærkvöldi. Getty Forseti Búlgaríu, Rumen Radev, hefur biðlað til ríkisstjórnar landsins að segja af sér eftir mótmælaöldu síðustu daga. Alls þurftu 45 manns að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Mótmælin hafa beinst gegn ríkisstjórninni og ríkissaksóknara landsins sem sökuð er um að líta framhjá spillingu og hafa leyft ólígörkum að ná tökum á stjórn landsins. Bojko Borisov forsætisráðherra og Ivan Geshev ríkissaksóknari hafa hafnað ásökununum. Þúsundir söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Sofíu í gær og er talið að um fjölmennustu mótmælin hafi verið að ræða frá því að þau hófust fyrir um tveimur mánuðum. Steinum, flugeldum, eggjum og öðru lauslegu var kastað að þinghúsinu, en lögregla beitti meðal annars piparúða á móti. Er áætlað að um sextíu manns hafi verið handteknir. Rumen Radev Búlgaríuforseti.Getty Radev forseti er pólitískur andstæðingur forsætisráðherrans Borisov, en forsætisráðherrann hefur sjálfur sagst munu fara frá, samþykki þingið kröfur hans um nýja stjórnarskrá. Radev gefur lítið fyrir málflutning Borisovs og segir að það sé ekki vöntun á nýrri stjórnarskrá sem hafi leitt til þess að þúsundir fari nú út á götur til að mótmæla. Þess í stað sé það spillingin, siðferðisbrestur stjórnarinnar og veiking ríkisvalds. Í drögum um nýja stjórnarskrá Búlgaríu er meðal annars kveðið á um að þingmönnum verði fækkað um helming og sjálfstæði dómstóla aukið. Andstæðingar Borisovs segja hugmyndir um nýja stjórnarskrá vera tilraun forsætisráðherrans til að lengja valdatíð sína. Búlgaría Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Forseti Búlgaríu, Rumen Radev, hefur biðlað til ríkisstjórnar landsins að segja af sér eftir mótmælaöldu síðustu daga. Alls þurftu 45 manns að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Mótmælin hafa beinst gegn ríkisstjórninni og ríkissaksóknara landsins sem sökuð er um að líta framhjá spillingu og hafa leyft ólígörkum að ná tökum á stjórn landsins. Bojko Borisov forsætisráðherra og Ivan Geshev ríkissaksóknari hafa hafnað ásökununum. Þúsundir söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Sofíu í gær og er talið að um fjölmennustu mótmælin hafi verið að ræða frá því að þau hófust fyrir um tveimur mánuðum. Steinum, flugeldum, eggjum og öðru lauslegu var kastað að þinghúsinu, en lögregla beitti meðal annars piparúða á móti. Er áætlað að um sextíu manns hafi verið handteknir. Rumen Radev Búlgaríuforseti.Getty Radev forseti er pólitískur andstæðingur forsætisráðherrans Borisov, en forsætisráðherrann hefur sjálfur sagst munu fara frá, samþykki þingið kröfur hans um nýja stjórnarskrá. Radev gefur lítið fyrir málflutning Borisovs og segir að það sé ekki vöntun á nýrri stjórnarskrá sem hafi leitt til þess að þúsundir fari nú út á götur til að mótmæla. Þess í stað sé það spillingin, siðferðisbrestur stjórnarinnar og veiking ríkisvalds. Í drögum um nýja stjórnarskrá Búlgaríu er meðal annars kveðið á um að þingmönnum verði fækkað um helming og sjálfstæði dómstóla aukið. Andstæðingar Borisovs segja hugmyndir um nýja stjórnarskrá vera tilraun forsætisráðherrans til að lengja valdatíð sína.
Búlgaría Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira