Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2020 16:21 Fimmmenningarnir sem komnir eru í ný hlutverk hjá Síldarvinnslunni. Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði. Greint er frá breytingunum í fréttatilkynningu. Síldarvinnslan er með fiskmjölsverksmiðjur á Norðfirði, Seyðisfirði og Keflavík en aðalskrifstofan er á Norðfirði. Í stöðu rekstrarstjóra útgerðar var ráðinn Grétar Örn Sigfinnsson. Grétar er skipa- og véltæknifræðingur að mennt en hann hefur síðustu árin stýrt viðhaldsmálum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Hann hefur mikla reynslu af viðhaldsmálum í sjávarútvegi og hefur einnig starfað á þeim vettvangi hjá Alcoa Fjarðaáli, Mannviti, Bechtel og fleiri fyrirtækjum. Grétar mun taka við starfi rekstrarstjóra útgerðar af Karli Jóhanni Birgissyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir langt og afar farsælt starf hjá fyrirtækinu. Til að stýra viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu hefur verið ráðinn Ívar Dan Arnarson. Ívar er vélstjóri og rafvirki að mennt og hefur hann starfað að viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu sl. þrjú ár. Áður gegndi Ívar starfi vélstjóra á Bjarti NK og Barða NK og starfaði sem vélvirki hjá Launafli á Reyðarfirði sem annast viðhaldsverkefni í álveri Alcoa Fjarðaáls. Reynslubolti í iðnaði færir sig til Í stöðu rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar var ráðinn Geir Sigurpáll Hlöðversson. Geir Sigurpáll er verkfræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af iðnaði, en hann starfaði hjá Alcoa-Fjarðaáli frá upphafi og fram á síðasta ár. Síðustu fimm árin hjá Alcoa Fjarðaáli gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra málmsteypu, en var áður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála. „Mun reynsla Geir Sigurpáls nýtast afar vel við rekstur fiskiðjuversins sem verður sífellt tæknivæddara og þar sem ávallt eru gerðar meiri kröfur um öryggi starfsfólks og gæði afurða,“ segir í tilkynningunni. Staða rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar er ný af nálinni og mun sá sem henni gegnir sinna fjölþættum verkefnum sem tengjast áframhaldandi framþróun vinnslunnar. Þá hefur Hafþór Eiríksson verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja. Hafþór er vél- og orkutæknifræðingur að mennt og hefur gegnt starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað frá árinu 2016. Áður starfaði Hafþór sem viðhaldssérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli. Hafþór tekur við starfinu af Gunnari Sverrissyni sem hefur sinnt því frá árinu 2012 ásamt því að gegna starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Eggert inn fyrir reynsluboltann Gunnar Gunnar lét af störfum 1. júlí sl. eftir að hafa starfað við fiskimjölsiðnaðinn í 47 ár. Gunnar hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins árið 1973 og starfaði síðan hjá SR-mjöli. „Hann hóf störf á Seyðisfirði árið 1982. Fáir eða engir hafa jafn mikla reynslu af störfum við fiskimjölsiðnaðinn og Gunnar og hefur Síldarvinnslan verið afar heppin að fá að njóta starfskrafta hans,“ segir í tilkynningu. Við starfi Gunnars sem verksmiðjustjóri á Seyðisfirði tekur Eggert Ólafur Einarsson. Eggert er meistari í járniðnum og gegndi áður starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík frá árinu 1998. Vistaskipti Sjávarútvegur Seyðisfjörður Fjarðabyggð Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði. Greint er frá breytingunum í fréttatilkynningu. Síldarvinnslan er með fiskmjölsverksmiðjur á Norðfirði, Seyðisfirði og Keflavík en aðalskrifstofan er á Norðfirði. Í stöðu rekstrarstjóra útgerðar var ráðinn Grétar Örn Sigfinnsson. Grétar er skipa- og véltæknifræðingur að mennt en hann hefur síðustu árin stýrt viðhaldsmálum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Hann hefur mikla reynslu af viðhaldsmálum í sjávarútvegi og hefur einnig starfað á þeim vettvangi hjá Alcoa Fjarðaáli, Mannviti, Bechtel og fleiri fyrirtækjum. Grétar mun taka við starfi rekstrarstjóra útgerðar af Karli Jóhanni Birgissyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir langt og afar farsælt starf hjá fyrirtækinu. Til að stýra viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu hefur verið ráðinn Ívar Dan Arnarson. Ívar er vélstjóri og rafvirki að mennt og hefur hann starfað að viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu sl. þrjú ár. Áður gegndi Ívar starfi vélstjóra á Bjarti NK og Barða NK og starfaði sem vélvirki hjá Launafli á Reyðarfirði sem annast viðhaldsverkefni í álveri Alcoa Fjarðaáls. Reynslubolti í iðnaði færir sig til Í stöðu rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar var ráðinn Geir Sigurpáll Hlöðversson. Geir Sigurpáll er verkfræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af iðnaði, en hann starfaði hjá Alcoa-Fjarðaáli frá upphafi og fram á síðasta ár. Síðustu fimm árin hjá Alcoa Fjarðaáli gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra málmsteypu, en var áður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála. „Mun reynsla Geir Sigurpáls nýtast afar vel við rekstur fiskiðjuversins sem verður sífellt tæknivæddara og þar sem ávallt eru gerðar meiri kröfur um öryggi starfsfólks og gæði afurða,“ segir í tilkynningunni. Staða rekstrarstjóra uppsjávarfrystingar er ný af nálinni og mun sá sem henni gegnir sinna fjölþættum verkefnum sem tengjast áframhaldandi framþróun vinnslunnar. Þá hefur Hafþór Eiríksson verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja. Hafþór er vél- og orkutæknifræðingur að mennt og hefur gegnt starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað frá árinu 2016. Áður starfaði Hafþór sem viðhaldssérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli. Hafþór tekur við starfinu af Gunnari Sverrissyni sem hefur sinnt því frá árinu 2012 ásamt því að gegna starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Eggert inn fyrir reynsluboltann Gunnar Gunnar lét af störfum 1. júlí sl. eftir að hafa starfað við fiskimjölsiðnaðinn í 47 ár. Gunnar hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins árið 1973 og starfaði síðan hjá SR-mjöli. „Hann hóf störf á Seyðisfirði árið 1982. Fáir eða engir hafa jafn mikla reynslu af störfum við fiskimjölsiðnaðinn og Gunnar og hefur Síldarvinnslan verið afar heppin að fá að njóta starfskrafta hans,“ segir í tilkynningu. Við starfi Gunnars sem verksmiðjustjóri á Seyðisfirði tekur Eggert Ólafur Einarsson. Eggert er meistari í járniðnum og gegndi áður starfi verksmiðjustjóra fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík frá árinu 1998.
Vistaskipti Sjávarútvegur Seyðisfjörður Fjarðabyggð Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira