Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2020 22:22 Sveinn í Kálfskinni við gröf Hræreks konungs. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira