Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2020 06:51 Þessi mynd er tekin úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Möðrudalsöræfum um klukkan 6:40 í morgun. Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira