Dregið í riðla á HM í handbolta fyrir framan pýramídana á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:30 Aron Pálmarsson mun væntanlega taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val Sigurðssyni sem lagði skóna á hilluna í vor. Getty/TF-Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla. HM 2021 í handbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn