Dregið í riðla á HM í handbolta fyrir framan pýramídana á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:30 Aron Pálmarsson mun væntanlega taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val Sigurðssyni sem lagði skóna á hilluna í vor. Getty/TF-Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla. HM 2021 í handbolta Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira