Heimildarmynd um baráttu Gretu Thunberg beint frá Feneyjum á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 12:40 Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína í loftlagsmálum undanfarin ár. Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira