Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 18:05 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsti tilræðinu gegn Navalní sem hryllilegri árás. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Aðildarríkin segir hann sameinuð í að fordæma tilræðið. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í vikunni að leifar af taugaeitrinu novichok hefði fundist í líkama Navalní sem liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi þar. Navalní kenndi sér meins í flugferð frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir það og neitað að rannsaka veikindi hans sem sakamál. Novichok var einnig notað til þess að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi skipað fyrir um tilræðið við Skrípal sem komst lífs af. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fullyrti eftir neyðarfund í dag að það væri hafið yfir allan vafa að Navalní hafi verið byrlað novichok, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Rússar yrðu að veita Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna (OPCW) fulla samvinnu við óháða alþjóðlega rannsókn. „Við krefjum Rússa einnig um að veita OPCW allar upplýsingar um novichok-áætlun sína,“ sagði Stoltenberg en kröfum hans var tekið fálega á meðal rússneskra þingmanna. Navalní hefur verið einn ötulasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi undanfarin ár og rekið stofnun gegn spillingu. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Yfirvöld meinuðu honum að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna fjársvikadóms sem Navalní segir að hafi átt sér pólitískar rætur. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland NATO Tengdar fréttir Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Aðildarríkin segir hann sameinuð í að fordæma tilræðið. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í vikunni að leifar af taugaeitrinu novichok hefði fundist í líkama Navalní sem liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi þar. Navalní kenndi sér meins í flugferð frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir það og neitað að rannsaka veikindi hans sem sakamál. Novichok var einnig notað til þess að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi skipað fyrir um tilræðið við Skrípal sem komst lífs af. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fullyrti eftir neyðarfund í dag að það væri hafið yfir allan vafa að Navalní hafi verið byrlað novichok, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Rússar yrðu að veita Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna (OPCW) fulla samvinnu við óháða alþjóðlega rannsókn. „Við krefjum Rússa einnig um að veita OPCW allar upplýsingar um novichok-áætlun sína,“ sagði Stoltenberg en kröfum hans var tekið fálega á meðal rússneskra þingmanna. Navalní hefur verið einn ötulasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi undanfarin ár og rekið stofnun gegn spillingu. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Yfirvöld meinuðu honum að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna fjársvikadóms sem Navalní segir að hafi átt sér pólitískar rætur.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland NATO Tengdar fréttir Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04