Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:13 Rússar nefndu bóluefni sitt „Spútnik“ í höfuðið á fyrsta gervitungli mannkynsins sem Sovétmenn skutu upp. Vísir/EPA Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56