Guðlaugur Victor bestur: Einkunnir íslensku strákanna í leiknum Íþróttadeild skrifar 5. september 2020 18:05 Guðlaugur Victor Pálsson í baráttunni við Declan Rice í leiknum í dag. Getty/Hafliði Breiðfjörd Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var hársbreidd frá því að ná eitthvað út úr leiknum á móti stjörnuprýddu ensku landsliði í leik liðanna í Þjóðadeildinni sem fór fram í Laugardalnum í dag. Englendingar tryggðu sér sigur með marki Raheem Sterling úr vítaspyrnu undir loks leiks og Birki Bjarnasyni mistókst síðan að jafna metin í vítaspyrnu sem íslenska liðið fékk í uppbótartíma. Grátlegur endir á leiknum. Íslenska liðið lék án margra lykilmanna í dag en íslensku strákarnir stóðu sig vel og áttu svo sannarlega skilið að fá eitthvað út úr þessum leik. Guðlaugur Victor Pálsson var besti maður íslenska liðsins í leiknum og hjálpaði íslensku þjóðinni að gleyma því að það vantaði fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson inn á miðjuna. Guðlaugur Victor lék sinn langbesta landsleik á ferlinum og gaf ekkert eftir í baráttunni við ensku stjörnurnar. Kári Árnason var einnig frábær í miðri vörninni með Sverri Inga Ingason sér við hlið. Þeir pökkuðu saman pirruðum Harry Kane sem var á endanum tekinn af velli. Hér fyrir neðan má sjá mat blaðamanna Vísis á frammstöðu íslensku strákanna í leiknum í dag. Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Hafði miklu minna að gera en hann bjóst eflaust við fyrir leikinn. Leysti það sem hann þurfti að gera með stæl og greip vel inn í. Fór í rangt horn í vítaspyrnu Raheems Sterling. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina gegn Sterling, og síðan Jadon Sancho, einstaklega vel. Vann fullt af tæklingum. Gekk illa að koma boltanum á samherja. Kári Árnason, miðvörður 9 Stjórnaði vörninni af mikilli festu og sýndi leiðtogahæfileika sína. Var, líkt og Sverrir Ingi, með Harry Kane í gjörgæslu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 8 Lék einkar vel en fékk á sig vítaspyrnu undir lokin og var rekinn af velli. Afar traustur við hlið Kára. Réðist á alla lausa bolta nálægt vítateig Íslands og var vel á verði. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Átti fullt í fangi með Sancho en hafði góðar gætur á Dortmund-manninum. Lék einn af sínum bestu landsleikjum. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður 7 Agaður, skynsamur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk ekki mikil tækifæri til að láta til sín taka í sókninni og gekk illa að koma boltanum frá sér. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 9 Stjörnuframmistaða hjá Victori sem lék sinn langbesta landsleik á ferlinum. Spilaði af gríðarlega miklum krafti, var vinnusamur og ógnarsterkur í návígum. Öflugur í skallaboltunum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma. Hélt sig meira til hlés en Victor en var afar skynsamur og hélt stöðu sinni fyrir framan vörnina vel. Gegndi afar mikilvægu hlutverki í varnarleik Íslands. Hélt þokkalega í boltann. Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður:6 Var aðallega í varnarhlutverki í leiknum. Átti ágætis skot beint úr aukaspyrnu rétt framhjá í fyrri hálfleik. Náði í seinna gula spjaldið á Kyle Walker. Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Sterkur í loftinu og óhemju duglegur að vanda. Fékk enga þjónustu en var óþreytandi. Hefði að ósekju mátt halda boltanum betur og koma honum oftar á samherja. Albert Guðmundsson, framherji 7 Frískur og átt nokkra góða spretti þótt hann hafi ekki fengið úr neinu að moða. Fiskaði fyrra gula spjaldið á Walker. Varamenn: Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu 6 Sást lítið eftir að hann kom inn á og komst lítið í boltann. Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 76. mínútu Kom inn á til að þétta miðsvæðið síðasta stundarfjórðunginn. Skilaði boltanum vel frá sér. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 90. mínútu Eftirminnileg innkoma. Fiskaði vítaspyrnu þegar hann var nýkominn inn á sínum fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var hársbreidd frá því að ná eitthvað út úr leiknum á móti stjörnuprýddu ensku landsliði í leik liðanna í Þjóðadeildinni sem fór fram í Laugardalnum í dag. Englendingar tryggðu sér sigur með marki Raheem Sterling úr vítaspyrnu undir loks leiks og Birki Bjarnasyni mistókst síðan að jafna metin í vítaspyrnu sem íslenska liðið fékk í uppbótartíma. Grátlegur endir á leiknum. Íslenska liðið lék án margra lykilmanna í dag en íslensku strákarnir stóðu sig vel og áttu svo sannarlega skilið að fá eitthvað út úr þessum leik. Guðlaugur Victor Pálsson var besti maður íslenska liðsins í leiknum og hjálpaði íslensku þjóðinni að gleyma því að það vantaði fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson inn á miðjuna. Guðlaugur Victor lék sinn langbesta landsleik á ferlinum og gaf ekkert eftir í baráttunni við ensku stjörnurnar. Kári Árnason var einnig frábær í miðri vörninni með Sverri Inga Ingason sér við hlið. Þeir pökkuðu saman pirruðum Harry Kane sem var á endanum tekinn af velli. Hér fyrir neðan má sjá mat blaðamanna Vísis á frammstöðu íslensku strákanna í leiknum í dag. Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Hafði miklu minna að gera en hann bjóst eflaust við fyrir leikinn. Leysti það sem hann þurfti að gera með stæl og greip vel inn í. Fór í rangt horn í vítaspyrnu Raheems Sterling. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina gegn Sterling, og síðan Jadon Sancho, einstaklega vel. Vann fullt af tæklingum. Gekk illa að koma boltanum á samherja. Kári Árnason, miðvörður 9 Stjórnaði vörninni af mikilli festu og sýndi leiðtogahæfileika sína. Var, líkt og Sverrir Ingi, með Harry Kane í gjörgæslu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 8 Lék einkar vel en fékk á sig vítaspyrnu undir lokin og var rekinn af velli. Afar traustur við hlið Kára. Réðist á alla lausa bolta nálægt vítateig Íslands og var vel á verði. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Átti fullt í fangi með Sancho en hafði góðar gætur á Dortmund-manninum. Lék einn af sínum bestu landsleikjum. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður 7 Agaður, skynsamur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk ekki mikil tækifæri til að láta til sín taka í sókninni og gekk illa að koma boltanum frá sér. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 9 Stjörnuframmistaða hjá Victori sem lék sinn langbesta landsleik á ferlinum. Spilaði af gríðarlega miklum krafti, var vinnusamur og ógnarsterkur í návígum. Öflugur í skallaboltunum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma. Hélt sig meira til hlés en Victor en var afar skynsamur og hélt stöðu sinni fyrir framan vörnina vel. Gegndi afar mikilvægu hlutverki í varnarleik Íslands. Hélt þokkalega í boltann. Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður:6 Var aðallega í varnarhlutverki í leiknum. Átti ágætis skot beint úr aukaspyrnu rétt framhjá í fyrri hálfleik. Náði í seinna gula spjaldið á Kyle Walker. Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Sterkur í loftinu og óhemju duglegur að vanda. Fékk enga þjónustu en var óþreytandi. Hefði að ósekju mátt halda boltanum betur og koma honum oftar á samherja. Albert Guðmundsson, framherji 7 Frískur og átt nokkra góða spretti þótt hann hafi ekki fengið úr neinu að moða. Fiskaði fyrra gula spjaldið á Walker. Varamenn: Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu 6 Sást lítið eftir að hann kom inn á og komst lítið í boltann. Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 76. mínútu Kom inn á til að þétta miðsvæðið síðasta stundarfjórðunginn. Skilaði boltanum vel frá sér. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 90. mínútu Eftirminnileg innkoma. Fiskaði vítaspyrnu þegar hann var nýkominn inn á sínum fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira