Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2020 11:51 Greenwood með boltann í leiknum á laugardaginn. Til hægri sést Phil Foden í síma sínum á hótelherbergi en um er að ræða skjáskot úr myndbandinu sem íslensku stúlkurnar birtu. Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum. Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum.
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti