Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 16:00 Belgar fagna öðru marka sinna á móti Dönum á laugardaginn. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00. Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00.
Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira