Bertheussen hafi viljað kenna aðstandendum leikrits um glæpinn Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2020 12:08 Húsleit var gerð á heimili Laila Bertheussen og dómsmálaráðherrans Tor Mikkel Wara á vordögum 2019. EPA Réttarhöld hófust í morgun í máli Laila Bertheussen, sambýlisskonu Tor Mikkel Wara, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs. Bertheussen er ákærð fyrir að hafa kveikt í bíl, bera ljúgvitni og hótað öðrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs. Í máli saksóknara í morgun kom fram að ætlun Bertheussen hafi með gjörðum sínum verið að skaða aðstandendur leikritsins Ways of Seeing, á þann veg að láta það líta út fyrir að þeir hafi staðið að baki hótununum og íkveikju. Bertheussen neitar sök í málinu. Sökuð um að kveikja í eigin bíl Um miðjan mars 2019 var Bertheussen handtekin vegna gruns um hún hafi kveikt í bíl þeirra Wara, sem staðsettur var fyrir utan heimili þeirra, og láta það líta þannig út að glæpur hafi verið framinn. Hún er nú ákærð fyrir brot á 115. gr. norskra hegningarlaga sem kveður á um árás á starfsemi æðstu stofnana ríkisins. Þá er hún ákærð fyrir að hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs, borið ljúgvitni og fyrir brot á bruna- og sprengiefnalögum landsins. Dómsmálaráðherrann Wara sagði af sér í kjölfar handtökunnar. Leikritið Ways of Seeing Þetta er í fyrsta sinn sem saksóknarar segja berum orðum að talið sé að Bertheussen hafi ætlað sér að koma sökina á aðstandendur Ways of Seeing. Áður hafi verið rætt að Bertheussen hafi ætlað sér að láta það líta þannig út að einhver, sem hafi álitið Wara og Bertheussen vera „rasista og/eða nasista“ hafi borið ábyrgðina. Í mporgun kom fram að Bertheussen og vinkona hennar eigi að hafa farið á leiksýninguna í leikhúsi í Osló þann 24. nóvember 2018. Þar hafi hún tekið upp stóran hluta verksins á síma. Í verkinu mátti sjá nokkra leikara, af erlendum uppruna, þar sem þeir segja frá tilraunum sínum að kortleggja það sem þeir lýsa með „net kynþáttahatara“ í landinu. Blandast þar inn röð stjórnmálamanna og fólks í heimi viðskipta í Noregi. Í sýningunni voru meðal annars sýndar myndir af heimili dómsmálaráðherrans Tor Mikkel Wara. Wara var ráðherra úr röðum Framfaraflokksins, en flokkurinn hefur lengi barist gegn straumi innflytenda til Noregs og fyrir almennt hertri innflytjendastefnu. Wara mun bera vitni þann 17. september næstkomandi en áætlað er að réttarhöld standi til 13. nóvember. Noregur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Réttarhöld hófust í morgun í máli Laila Bertheussen, sambýlisskonu Tor Mikkel Wara, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs. Bertheussen er ákærð fyrir að hafa kveikt í bíl, bera ljúgvitni og hótað öðrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs. Í máli saksóknara í morgun kom fram að ætlun Bertheussen hafi með gjörðum sínum verið að skaða aðstandendur leikritsins Ways of Seeing, á þann veg að láta það líta út fyrir að þeir hafi staðið að baki hótununum og íkveikju. Bertheussen neitar sök í málinu. Sökuð um að kveikja í eigin bíl Um miðjan mars 2019 var Bertheussen handtekin vegna gruns um hún hafi kveikt í bíl þeirra Wara, sem staðsettur var fyrir utan heimili þeirra, og láta það líta þannig út að glæpur hafi verið framinn. Hún er nú ákærð fyrir brot á 115. gr. norskra hegningarlaga sem kveður á um árás á starfsemi æðstu stofnana ríkisins. Þá er hún ákærð fyrir að hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs, borið ljúgvitni og fyrir brot á bruna- og sprengiefnalögum landsins. Dómsmálaráðherrann Wara sagði af sér í kjölfar handtökunnar. Leikritið Ways of Seeing Þetta er í fyrsta sinn sem saksóknarar segja berum orðum að talið sé að Bertheussen hafi ætlað sér að koma sökina á aðstandendur Ways of Seeing. Áður hafi verið rætt að Bertheussen hafi ætlað sér að láta það líta þannig út að einhver, sem hafi álitið Wara og Bertheussen vera „rasista og/eða nasista“ hafi borið ábyrgðina. Í mporgun kom fram að Bertheussen og vinkona hennar eigi að hafa farið á leiksýninguna í leikhúsi í Osló þann 24. nóvember 2018. Þar hafi hún tekið upp stóran hluta verksins á síma. Í verkinu mátti sjá nokkra leikara, af erlendum uppruna, þar sem þeir segja frá tilraunum sínum að kortleggja það sem þeir lýsa með „net kynþáttahatara“ í landinu. Blandast þar inn röð stjórnmálamanna og fólks í heimi viðskipta í Noregi. Í sýningunni voru meðal annars sýndar myndir af heimili dómsmálaráðherrans Tor Mikkel Wara. Wara var ráðherra úr röðum Framfaraflokksins, en flokkurinn hefur lengi barist gegn straumi innflytenda til Noregs og fyrir almennt hertri innflytjendastefnu. Wara mun bera vitni þann 17. september næstkomandi en áætlað er að réttarhöld standi til 13. nóvember.
Noregur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira