„Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 14:30 Novak Djokovic er mikill skaphundur inn á tennisvellinum. EPA-EFE/KERIM OKTEN Þýska tennisgoðsögnin Boris Becker segist hafa reynt að vara Novak Djokovic við þegar hann þjálfaði hann á sínum tíma. Becker fór yfir brottrekstur Djokovic í nýjum pistli. Novak Djokovic bætir ekki við risatitli í safnið á Opna bandaríska mótinu í ár en það var ekki út af því að hann tapaði inn á tennisvellinum. Djokovic var dæmdur úr leik. Djokovic gerðist sekur um að slá tennisbolta í dómara í svekkelsi í leik sínum á móti Pablo Carreño Busta. Boltinn fór í háls línudómarans Lauru Clark. Boris Becker þekkir serbneska tenniskappann Novak Djokovic betur en flestir eftir að hafa þjálfað hann frá 2013 til 2014. Hann gerði á þeim tíma athugasemd við þá slæmu hegðun Serbans að vera að slá boltann í pirringskasti. BORIS BECKER: I feared this was going to happen to Novak Djokovic, I warned him about it... and it DOES bother him that he's not as popular as Nadal or Federer https://t.co/xKRl6r4UH8— MailOnline Sport (@MailSport) September 8, 2020 „Ég óttaðist það að svona myndi gerast hjá Novak,“ skrifaði Boris Becker í pistli sínum hjá Daily Mail. „Ef þú myndir spyrja David Beckham um hvað væri það versta sem gerðist fyrir hann á ferlinum þá væri svarið eflaust rauða spjaldið á móti Argentínu á HM 1998. Ef Novak Djokovic myndi svara þessari spurningu eftir tíu ár það væri það örugglega brottrekstur hans af Opna bandaríska 2020,“ skrifaði Becker. „Ég held að niðurstaðan hafi samt verið rétt. Hann var ekki að reyna að meiða neinn en hann missti stjórn á sér og verður því að taka pokann sinn,“ skrifaði Becker. „Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast þegar ég var að þjálfa hann. Ég varaði hann við því að vera alltaf að henda hlutum eða að slá boltann í burtu,“ skrifaði Becker. Dear #NoleFam thank you for your positive messages.. Please also remember the linesperson that was hit by the ball last night needs our community s support too. She s done nothing wrong at all. I ask you to stay especially supportive and caring to her during this time. (1/2)— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 7, 2020 „Djokovic er að spila á sama tíma og tennisgoðin Rafael Nadal og Roger Federer. Um leið er einn hans besti kostur hans mesti ókostur. Hann er tilfinningaríkur leikmaður með hugarfar götustráksins og það er sú skapgerð sem hefur hjálpað honum að vinna sautján risatitla,“ skrifaði Becker. „Ég hélt að það angri hann mest að hann er ekki eins vinsæll og þeir Rafa Nadal og Roger Federer,“ skrifaði Becker. „Ég kann mjög vel við hann. Hann er eins hógvær náungi og þú finnur í súperstjörnu og er alltaf að hugsa um fólk sem stendur verra en hann. Hann er mjög gáfaður og mjög trúr fjölskyldu sinni og vinum. Ef þú ert í þeim hópi þá gætir þú hringt klukkan þrjú um nótt og hann kæmi til að hjálpa,“ skrifaði Boris Becker meðal annars en það má sjá allan pistilinn hans hér. Novak Djokovic is 'in pain' after US Open incident, says former coach https://t.co/uFZ26gt1zz pic.twitter.com/bQbCfXrIHr— CNN (@CNN) September 8, 2020 Tennis Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Þýska tennisgoðsögnin Boris Becker segist hafa reynt að vara Novak Djokovic við þegar hann þjálfaði hann á sínum tíma. Becker fór yfir brottrekstur Djokovic í nýjum pistli. Novak Djokovic bætir ekki við risatitli í safnið á Opna bandaríska mótinu í ár en það var ekki út af því að hann tapaði inn á tennisvellinum. Djokovic var dæmdur úr leik. Djokovic gerðist sekur um að slá tennisbolta í dómara í svekkelsi í leik sínum á móti Pablo Carreño Busta. Boltinn fór í háls línudómarans Lauru Clark. Boris Becker þekkir serbneska tenniskappann Novak Djokovic betur en flestir eftir að hafa þjálfað hann frá 2013 til 2014. Hann gerði á þeim tíma athugasemd við þá slæmu hegðun Serbans að vera að slá boltann í pirringskasti. BORIS BECKER: I feared this was going to happen to Novak Djokovic, I warned him about it... and it DOES bother him that he's not as popular as Nadal or Federer https://t.co/xKRl6r4UH8— MailOnline Sport (@MailSport) September 8, 2020 „Ég óttaðist það að svona myndi gerast hjá Novak,“ skrifaði Boris Becker í pistli sínum hjá Daily Mail. „Ef þú myndir spyrja David Beckham um hvað væri það versta sem gerðist fyrir hann á ferlinum þá væri svarið eflaust rauða spjaldið á móti Argentínu á HM 1998. Ef Novak Djokovic myndi svara þessari spurningu eftir tíu ár það væri það örugglega brottrekstur hans af Opna bandaríska 2020,“ skrifaði Becker. „Ég held að niðurstaðan hafi samt verið rétt. Hann var ekki að reyna að meiða neinn en hann missti stjórn á sér og verður því að taka pokann sinn,“ skrifaði Becker. „Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast þegar ég var að þjálfa hann. Ég varaði hann við því að vera alltaf að henda hlutum eða að slá boltann í burtu,“ skrifaði Becker. Dear #NoleFam thank you for your positive messages.. Please also remember the linesperson that was hit by the ball last night needs our community s support too. She s done nothing wrong at all. I ask you to stay especially supportive and caring to her during this time. (1/2)— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 7, 2020 „Djokovic er að spila á sama tíma og tennisgoðin Rafael Nadal og Roger Federer. Um leið er einn hans besti kostur hans mesti ókostur. Hann er tilfinningaríkur leikmaður með hugarfar götustráksins og það er sú skapgerð sem hefur hjálpað honum að vinna sautján risatitla,“ skrifaði Becker. „Ég hélt að það angri hann mest að hann er ekki eins vinsæll og þeir Rafa Nadal og Roger Federer,“ skrifaði Becker. „Ég kann mjög vel við hann. Hann er eins hógvær náungi og þú finnur í súperstjörnu og er alltaf að hugsa um fólk sem stendur verra en hann. Hann er mjög gáfaður og mjög trúr fjölskyldu sinni og vinum. Ef þú ert í þeim hópi þá gætir þú hringt klukkan þrjú um nótt og hann kæmi til að hjálpa,“ skrifaði Boris Becker meðal annars en það má sjá allan pistilinn hans hér. Novak Djokovic is 'in pain' after US Open incident, says former coach https://t.co/uFZ26gt1zz pic.twitter.com/bQbCfXrIHr— CNN (@CNN) September 8, 2020
Tennis Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira