Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2020 21:03 Erik Hamrén var nokkuð súr eftir leik. MYND/STÖÐ 2 SPORT Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45
Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53