Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 9. september 2020 10:00 Southgate á hliðarlínunni í gær. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið eftir hótelheimsóknina á Íslandi en segir að nú þurfi þeir stuðning. Foden og Greenwood fengu eins og flestir vita, heimsókn frá tveimur íslenskum stelpum upp á hótelherbergi þeirra á Hótel Sögu er þeir voru á Íslandi með enska landsliðinu. Voru þeir umsvifalaust sendir heim til Englands. Enska landsliðið gerði markalaust jafntefli við Danmörku í gær og leikmennirnir tveir voru þar af leiðandi ekki í leikmannahópnum. Gareth Southgate var spurður út í stöðuna á Foden og Greenwood eftir leikinn. „Það hafa verið afleiðingar og nú þurfa þeir stuðning. Allir eru að sækja að þeim. Þeir þurfa hjálp við að byggja sig aftur upp,“ sagði Southgate í samtali við Sky Sports eftir jafnteflið í gær. „Þeir þurfa að skilja kröfurnar að vera leikmaður Englands. Við verðum að hjálpa þeim í því ferli. Við þurfum að byggja upp traust og þú verður að hjálpa ungu fólki aftur á lappirnar.“ "Whether there was a breach or not, we would have sent them home anyway"England manager Gareth Southgate on Mason Greenwood & Phil Foden pic.twitter.com/0x647EYixo— Football Daily (@footballdaily) September 9, 2020 „Ég hef talað við þá báða, og eins og ég sagði í gær þá vita þeir að það sem gerðist var óafsakanlegt, bæði vegna Covid og einnig á öllum öðrum stigum. Sama hvað, þá hefðu þeir verið sendir heim.“ Næsta verkefni Englands er í október en hann vildi ekki svara til um hvort að þeir yrðu valdir í það verkefni. „Ég mun taka ákvörðun um það. Það þarf að byggja upp traust fyrst. Hugarfar mitt er ekki að særa þessa drengi enn meira. Þeir eru að fara í gegnum þetta með fjölskyldu og vinum og ég þarf ekki að bæta við það,“ sagði Southgate. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. 7. september 2020 14:32 Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. 7. september 2020 14:32 Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið eftir hótelheimsóknina á Íslandi en segir að nú þurfi þeir stuðning. Foden og Greenwood fengu eins og flestir vita, heimsókn frá tveimur íslenskum stelpum upp á hótelherbergi þeirra á Hótel Sögu er þeir voru á Íslandi með enska landsliðinu. Voru þeir umsvifalaust sendir heim til Englands. Enska landsliðið gerði markalaust jafntefli við Danmörku í gær og leikmennirnir tveir voru þar af leiðandi ekki í leikmannahópnum. Gareth Southgate var spurður út í stöðuna á Foden og Greenwood eftir leikinn. „Það hafa verið afleiðingar og nú þurfa þeir stuðning. Allir eru að sækja að þeim. Þeir þurfa hjálp við að byggja sig aftur upp,“ sagði Southgate í samtali við Sky Sports eftir jafnteflið í gær. „Þeir þurfa að skilja kröfurnar að vera leikmaður Englands. Við verðum að hjálpa þeim í því ferli. Við þurfum að byggja upp traust og þú verður að hjálpa ungu fólki aftur á lappirnar.“ "Whether there was a breach or not, we would have sent them home anyway"England manager Gareth Southgate on Mason Greenwood & Phil Foden pic.twitter.com/0x647EYixo— Football Daily (@footballdaily) September 9, 2020 „Ég hef talað við þá báða, og eins og ég sagði í gær þá vita þeir að það sem gerðist var óafsakanlegt, bæði vegna Covid og einnig á öllum öðrum stigum. Sama hvað, þá hefðu þeir verið sendir heim.“ Næsta verkefni Englands er í október en hann vildi ekki svara til um hvort að þeir yrðu valdir í það verkefni. „Ég mun taka ákvörðun um það. Það þarf að byggja upp traust fyrst. Hugarfar mitt er ekki að særa þessa drengi enn meira. Þeir eru að fara í gegnum þetta með fjölskyldu og vinum og ég þarf ekki að bæta við það,“ sagði Southgate.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. 7. september 2020 14:32 Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. 7. september 2020 14:32 Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01
Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. 7. september 2020 14:32
Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. 7. september 2020 14:32
Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki