Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira