Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira