Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir líkams­á­rás í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árásin var gerð í Hlíðahverfi í Reykjavík.
Árásin var gerð í Hlíðahverfi í Reykjavík. Vísir/vilhelm

Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir líkamsárás í Hlíðunum um miðnætti í gær. Þrír sem grunaðir eru um árásina, eignaspjöll og fleiri brot fóru af vettvangi en voru handteknir skömmu síðar. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Ekki er vitað um líðan þess sem ráðist var á, að því er segir í dagbók lögreglu.

Maður datt af reiðhjóli og missti meðvitund í nokkrar mínútur á Nauthólsvegi á sjötta tímanum í gær. Hann var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um meiðsl.

Þá var lögregla kölluð til að veitingahúsið við Skólavörðustíg þar sem kona, sem sögð er hafa verið ölvuð í dagbók lögreglu, stal áfengisflösku, drakk úr flöskunni og neitaði að greiða fyrir hana.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Þar af var einn sem stöðvaður var á Vesturlandsvegi grunaður um brot á lyfja- og vopnalögum, auk vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×