Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana

Andri Már Eggertsson skrifar
Aron Kristjánsson er orðinn þjálfari Hauka á nýjan leik en það varð ljóst í febrúar.
Aron Kristjánsson er orðinn þjálfari Hauka á nýjan leik en það varð ljóst í febrúar. VÍSIR/BÁRA

Nýliðar Gróttu byrjuðu sinn fyrsta leik í Olís deildinni frábærlega það gekk allt upp hjá liðinu til að byrja með. Grótta komust fljótlega í stöðuna 4-1 og settu þar mikla pressu á Haukana strax í upphafi leiks.

Stefán Huldar Stefánsson lánsmaður frá Haukum gerði þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik þar sem hann varði 14 bolta í fyrri hálfleik. Lúðvík Ankelsson átti góðan fyrri hálfleik þar sem hann var með 4 mörk úr 5 skotum.

Haukar svöruðu fyrir sig með góðum kafla síðustu 7 mínútum leiksins þar sem þeir enduðu á að minnka leikinn í 13-11 í hálfleik eftir að Ólafur Brim tók óagað skot á lokasekúndunu sem skilaði auðveldu marki frá Andra Scheving.

Grótta byrjaði seinni hálfleikinn talsvert illa þar sem þeim tókst ekki að skora mark fyrr en 9 mínútur voru búnar af leiknum Haukar skoruðu tvö mörk á þeim kafla svo munurinn var aðeins eitt mark þegar honum lauk.

Haukar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum Andri Scheving varði vel sérstaklega undir lok leiks sem Haukarnir nýttu sér í 3-0 kafla sem setti þá í bílstjórasætið.

Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem allt var jafnt í 19-19 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Heimir Óli Heimisson var þá galopinn á línunni sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Afhverju unnu Haukar?

Reynslan nánast ein og sér vann þennan leik, það eru margir leikmenn í Haukum sem kunna að vinna þegar liðið er að spila illa. Þeir voru sterkari síðasta korter leiksins sem gerði það að verkum að þeirr fengu stigin tvö.

Hverjir stóðu upp úr?

Andri Sigmarsson Scheving var mjög góður í marki Hauka, Björgvin Páll byrjaði leikinn en var ekki að finna sig og þá fékk Andri tækifærið sem hann greip á lofti og átti mikinn þátt í sigri Hauka sem skilaði honum 55% markvörslu.

Jón Karl Einarsson fékk tækifærið þar sem Orri Freyr var í leikbanni hann átti góðan leik í horninu og skilaði hann 4 mörkum úr 4 skotum.

Það er hægt að taka marga úr Gróttu sem áttu góðan leik en Stefán Huldar Stefánsson markmaður liðsins var fremstur í flokki þar sem hann hélt Gróttu um tíma inn í leiknum með góðum markvörslum þá sérstaklega úr dauðafærum.

Hvað gekk illa?

Björgvin Páll Gústavsson spilaði sinn fyrsta leik eftir að hann fór aftur út í atvinnumennskuna, þetta er leikur sem hann vill fljótt gleyma því Grótta skaut nánast í gegnum hann á tímabili hann varði eitt skot af 7 og var fljótlega tekinn útaf og kom ekki aftur inná.

Sóknarleikur Haukar var ekki lengst af í leiknum þeir áttu erfitt með að komast í gegnum vörn Gróttu og skoruðu þeir aðeins 9 mörk í seinni hálfleik sem er afar lítið fyrir lið sem er spáð mjög góðu gengi í deildinni.

Hvað er framundan?

Nú loksins er veislan farinn að rúlla og hefst næsta umferð næsta fimmtudag með leik Gróttu og Stjörnunar klukkan 19:30.

Laugardaginn 19 september er stórleikur á Ásvöllum þar sem Haukar mæta ÍBV klukkan 17:30 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport.

Aron: Karakter að vinna leiki sem við erum lélegir í

„Ég er ánægður með að taka tvö stig í mjög erfiðum leik við náðum okkur ekki á strik sérstaklega sóknarlega, við sýndum þó vilja í lokinn til að klára leikinn með marki í lokinn og góðri vörn í síðustu sókn leiksins,” sagði Aron og bætti við að það væri eina jákvæða í leiknum.

Aron var ósáttur með varnarleik liðsins þar sem þeir gerðu Gróttu auðvelt fyrir með ódýrum mörkum. Honum fannst sóknarleikur liðsins hægur og fyrirsjáanlegur í fyrri hálfleik.

Aron var ánægður með vörnina og markmaninn í seinni hálfleik þar sem þeir neyddu Gróttu mikið í erfið skot þegar hendin var kominn upp.

„Björgvin Páll var ekki að ná sínum leik fram einsog allt liðið, Andri kom síðan bara mjög sterkur inn í leikinn sem gerði mikið fyrir liðið,” sagði Aron um frammistöðu Björgvins.

„Ég var mjög ánægður með að við kláruðum leikinn það er mjög auðvelt að brotna þegar allt er á móti okkur þar sem við vorum að henda boltanum frá okkur og fá mörk í bakið,” sagði Aron og bætti hann við að hann var ánægður með að liðið náði í 2 stig þrátt fyrir lélegan leik.

Stefán Huldar Stefánsson er á láni í Gróttu frá Haukum, hann átti mjög góðan leik og munaði ekki miklu að hans frammistaða hefði skilað Gróttu úrslitum í kvöld.

„Það kom ekki til greina að banna honum að spila í kvöld, við höfum lánað marga leikmenn og oftast gerum við það að hindra mönnum ekki að spila á móti okkur, ég er ánægður með að sjá Stefán spila vel því það var pælingin með að lána hann í lið sem hann fengi að spila mikið í því hann á margar mínútur í Grill deildinni en færri í Olís.”

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira