Gunnar Magnússon: Þurfum að púsla okkur saman upp á nýtt Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. september 2020 21:44 Gunnar Magnússon er orðinn þjálfari Aftureldingar. VÍSIR/DANÍEL „Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00