Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2020 22:35 Svæðin norðan Íslands sem Grænlendingar bjóða út til olíuleitar. Rauða svæðið er á landi við Scoresby-sund en græna svæðið á hafsbotni undan Norðaustur-Grænlandi. Grafík/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt: Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt:
Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15