Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2020 19:30 Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum. Bændur voru almennt ánægðir með lömbin og hvað þau komu falleg af fjalli. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira