„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 21:00 Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið. Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið.
Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira