Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 23:00 Anthony Fauci er einn fremsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21