Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. september 2020 13:35 Katrín og Sigmundur mættust á Sprengisandi á Bylgjunni. Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Sigmundur gagnrýnir stefnuleysi í málinu í annarri bylgju faraldursins. „Nú finnst mér algjörlega óljóst hvert markmið stjórnvalda í viðureigninni við þessa veiru.[…] En með hvaða hætti ætla menn að ná því óljósa meginmarkmiði?“ spurði Sigmundur. „Til dæmis þessi lokun [á landamærum] nú síðast. Virðist hafa birst óvænt. Fólk í ferðaþjónustu hafði verið í einhverjum samskiptum við stjórnvöld og átti von á því að það samtal héldi áfram um hvernig þetta yrði skipulagt, svoleiðis að sá þáttur efnahagslífsins gæti haldið áfram. Svo bara allt í einu er tekin ákvörðun um þessa lokun og það tilkynnt.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hófstilltar miðað við önnur lönd. „Vernda rétt fólks til lífs og heilsu og draga eftir fremsta megni úr samfélagslegum og efnahagslegum afleiðingum. Þegar við horfum á þessa sögu þá hafa allar þessar ráðstafanir byggst á nýjustu gögnum og þekkingu á veirunni. Við metum það þannig að hún þjóni þeim markmiðum betur, það er að segja, harðari takmarkanir á landamærum svo við getum fremur slakað á hér innanlands,“ sagði Katrín. „Ég veit hins vegar að þetta bitnar illa á ferðaþjónustunni og það er úrlausnarefnið hvernig við getum við stutt við þá atvinnugrein til þess að hún getur spyrnt hratt við þegar annað hvort við sjáum bóluefni verða til eða þegar bóluefnið kemur til eða þá að eitthvað annað gerist með veiruna.“ Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Sigmundur gagnrýnir stefnuleysi í málinu í annarri bylgju faraldursins. „Nú finnst mér algjörlega óljóst hvert markmið stjórnvalda í viðureigninni við þessa veiru.[…] En með hvaða hætti ætla menn að ná því óljósa meginmarkmiði?“ spurði Sigmundur. „Til dæmis þessi lokun [á landamærum] nú síðast. Virðist hafa birst óvænt. Fólk í ferðaþjónustu hafði verið í einhverjum samskiptum við stjórnvöld og átti von á því að það samtal héldi áfram um hvernig þetta yrði skipulagt, svoleiðis að sá þáttur efnahagslífsins gæti haldið áfram. Svo bara allt í einu er tekin ákvörðun um þessa lokun og það tilkynnt.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hófstilltar miðað við önnur lönd. „Vernda rétt fólks til lífs og heilsu og draga eftir fremsta megni úr samfélagslegum og efnahagslegum afleiðingum. Þegar við horfum á þessa sögu þá hafa allar þessar ráðstafanir byggst á nýjustu gögnum og þekkingu á veirunni. Við metum það þannig að hún þjóni þeim markmiðum betur, það er að segja, harðari takmarkanir á landamærum svo við getum fremur slakað á hér innanlands,“ sagði Katrín. „Ég veit hins vegar að þetta bitnar illa á ferðaþjónustunni og það er úrlausnarefnið hvernig við getum við stutt við þá atvinnugrein til þess að hún getur spyrnt hratt við þegar annað hvort við sjáum bóluefni verða til eða þegar bóluefnið kemur til eða þá að eitthvað annað gerist með veiruna.“
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira