Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2020 22:35 Fjölnir- Valur Pepsi max deild karla, Sumar 2020. Valsmenn hafa fagnað saman sumarlangt, eins og þeir sungu saman í klefanum að hætti Eyjamanna í kvöld eftir 2-0 sigur á Víkingi í Pepsi Max-deildinni. Nú þegar tekið er að hausta er engin ástæða til að ætla að fagnaðarlátunum linni, en Valur hefur nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og alls níu leiki í röð í öllum keppnum. Það voru þó Víkingar sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Óttar Magnús Karlsson var duglegur að munda skotfótinn og þeir fengu fjölda hornspyrna sem hefðu átt að skapa meiri hættu, með miðvarðatríóið Kára, Sölva og Halldór sameinað á ný í fyrsta sinn síðan í „rauðu veislunni“ í Vesturbænum í 4. umferð. Staðan var þó markalaus í hálfleik. Davíð Örn Atlason varð þá að fara meiddur af velli og hvort sem að það riðlaði leik Víkings eða ekki þá voru Valsmenn mun betri í seinni hálfleik, að minnsta kosti fyrri hluta hans. Aron Bjarnason skoraði glæsilegt mark á 53. mínútu, eftir að hafa hoppað framhjá tæklingu Kára Árnasonar í teignum, og Birkir Már Sævarsson var nálægt því að skora skömmu síðar en skot hans fór í stöng. Haukur Páll Sigurðsson fékk einnig dauðafæri og á meðan gekk Víkingum lítið sem ekkert að búa sér til færi á hinum endanum. Sigurður Egill Lárusson gerði svo út um leikinn með auðveldu marki undir lokin, eftir að Kaj Leo í Bartalsstovu þáði gjöf Sölva Geirs Ottesen og lagði boltann á Sigurð. Valur er því með sjö stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar, en Stjarnan á reyndar leik til góða. Víkingar eru hins vegar aðeins með 14 stig í 8. sæti, dottnir út úr bikarnum og virðast hafa að litlu að keppa. Þeir eru níu stigum frá næsta Evrópusæti. Af hverju vann Valur? Valsmenn eru komnir með mikið sjálfstraust, vita nákvæmlega hvernig þeir vilja spila og allir hæfileikaríku leikmennirnir sem mynduðu sundurtætt lið á síðustu leiktíð stefna sameinaðir að titlinum. Þeir settu í fimmta gír í seinni hálfleik, fengu frábært mark frá Aroni og gáfu svo til engin færi á sér. Hverjir stóðu upp úr? Aron Bjarnason gerði frábærlega í markinu mikilvæga og hefði átt að fá að minnsta kosti eina stoðsendingu í viðbót ef félagar hans hefðu nýtt færin betur. Eiður Aron og Rasmus, með Hauk Pál fyrir framan sig, lokuðu vörninni vel, sérstaklega í seinni hálfleik, og Hannes varði það sem til þurfi í fyrri hálfleiknum. Davíð var flottur hjá Víkingum í fyrri hálfleik, líkt og Ágúst og Erlingur sem sýndu minna í seinni hálfleik, og synd að hann þyrfti að fara af velli. Hvað gekk illa? Víkingar fylgdu engan veginn eftir góðum fyrri hálfleik og eftir að hafa fengið á sig mark snemma í seinni hálfleik virtist vanta alla trú í liðið. Sölvi leit hræðilega út í seinna marki Vals sem gerði út um leikinn, og Atli og Kári hefðu báðir átt að gera betur í fyrra markinu. Heilt yfir vantaði samt að Víkingar næðu að brjóta upp vörn Vals betur, eða nýta eitthvað af fjölmörgum föstum leikatriðum með turna í teignum. Hvað gerist næst? Nú er leikið ört. Valsmenn eru á leið í þrjá útileiki á næstu tíu dögum; gegn ÍA, Stjörnunni og FH. Víkingur sækir FH heim á fimmtudaginn, fær HK í heimsókn næsta sunnudag og fer svo í Árbæinn og mætir Fylki. Heimir: Vorum heppnir að sleppa inn í hálfleik með 0-0 „Víkingar voru mikið betri en við í fyrri hálfleik, unnu alla „seinni bolta“ og gerðu okkur lífið leitt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. „Við vorum að mínu mati heppnir að sleppa inn í hálfleik með 0-0, enda Víkingur með frábært lið. Í seinni hálfleik ákváðum við að koma út og pressa, því þetta gekk ekkert lengur þegar við vorum bara að verjast og náðum ekkert að halda í boltanum. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst við góðir þá,“ sagði Heimir. Hann hefur breytt sundurtættu liði sem olli stanslausum vonbrigðum síðasta sumar, í stöðugasta og besta lið landsins. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr þeirri staðreynd: „Það er fullt af frábærum fótboltamönnum í Val. Við höfum bara verið að vinna svolítið með samstöðuna. Þetta hefur gengið ágætlega hingað til, en það eru bara einhverjir 12-13 leikir búnir og við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum,“ sagði Heimir. Arnar: Þetta hafa bara verið vonbrigði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í deildinni. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára núna en ekki gegn Kane Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku. Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“ Pepsi Max-deild karla Valur Víkingur Reykjavík
Valsmenn hafa fagnað saman sumarlangt, eins og þeir sungu saman í klefanum að hætti Eyjamanna í kvöld eftir 2-0 sigur á Víkingi í Pepsi Max-deildinni. Nú þegar tekið er að hausta er engin ástæða til að ætla að fagnaðarlátunum linni, en Valur hefur nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og alls níu leiki í röð í öllum keppnum. Það voru þó Víkingar sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Óttar Magnús Karlsson var duglegur að munda skotfótinn og þeir fengu fjölda hornspyrna sem hefðu átt að skapa meiri hættu, með miðvarðatríóið Kára, Sölva og Halldór sameinað á ný í fyrsta sinn síðan í „rauðu veislunni“ í Vesturbænum í 4. umferð. Staðan var þó markalaus í hálfleik. Davíð Örn Atlason varð þá að fara meiddur af velli og hvort sem að það riðlaði leik Víkings eða ekki þá voru Valsmenn mun betri í seinni hálfleik, að minnsta kosti fyrri hluta hans. Aron Bjarnason skoraði glæsilegt mark á 53. mínútu, eftir að hafa hoppað framhjá tæklingu Kára Árnasonar í teignum, og Birkir Már Sævarsson var nálægt því að skora skömmu síðar en skot hans fór í stöng. Haukur Páll Sigurðsson fékk einnig dauðafæri og á meðan gekk Víkingum lítið sem ekkert að búa sér til færi á hinum endanum. Sigurður Egill Lárusson gerði svo út um leikinn með auðveldu marki undir lokin, eftir að Kaj Leo í Bartalsstovu þáði gjöf Sölva Geirs Ottesen og lagði boltann á Sigurð. Valur er því með sjö stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar, en Stjarnan á reyndar leik til góða. Víkingar eru hins vegar aðeins með 14 stig í 8. sæti, dottnir út úr bikarnum og virðast hafa að litlu að keppa. Þeir eru níu stigum frá næsta Evrópusæti. Af hverju vann Valur? Valsmenn eru komnir með mikið sjálfstraust, vita nákvæmlega hvernig þeir vilja spila og allir hæfileikaríku leikmennirnir sem mynduðu sundurtætt lið á síðustu leiktíð stefna sameinaðir að titlinum. Þeir settu í fimmta gír í seinni hálfleik, fengu frábært mark frá Aroni og gáfu svo til engin færi á sér. Hverjir stóðu upp úr? Aron Bjarnason gerði frábærlega í markinu mikilvæga og hefði átt að fá að minnsta kosti eina stoðsendingu í viðbót ef félagar hans hefðu nýtt færin betur. Eiður Aron og Rasmus, með Hauk Pál fyrir framan sig, lokuðu vörninni vel, sérstaklega í seinni hálfleik, og Hannes varði það sem til þurfi í fyrri hálfleiknum. Davíð var flottur hjá Víkingum í fyrri hálfleik, líkt og Ágúst og Erlingur sem sýndu minna í seinni hálfleik, og synd að hann þyrfti að fara af velli. Hvað gekk illa? Víkingar fylgdu engan veginn eftir góðum fyrri hálfleik og eftir að hafa fengið á sig mark snemma í seinni hálfleik virtist vanta alla trú í liðið. Sölvi leit hræðilega út í seinna marki Vals sem gerði út um leikinn, og Atli og Kári hefðu báðir átt að gera betur í fyrra markinu. Heilt yfir vantaði samt að Víkingar næðu að brjóta upp vörn Vals betur, eða nýta eitthvað af fjölmörgum föstum leikatriðum með turna í teignum. Hvað gerist næst? Nú er leikið ört. Valsmenn eru á leið í þrjá útileiki á næstu tíu dögum; gegn ÍA, Stjörnunni og FH. Víkingur sækir FH heim á fimmtudaginn, fær HK í heimsókn næsta sunnudag og fer svo í Árbæinn og mætir Fylki. Heimir: Vorum heppnir að sleppa inn í hálfleik með 0-0 „Víkingar voru mikið betri en við í fyrri hálfleik, unnu alla „seinni bolta“ og gerðu okkur lífið leitt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. „Við vorum að mínu mati heppnir að sleppa inn í hálfleik með 0-0, enda Víkingur með frábært lið. Í seinni hálfleik ákváðum við að koma út og pressa, því þetta gekk ekkert lengur þegar við vorum bara að verjast og náðum ekkert að halda í boltanum. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst við góðir þá,“ sagði Heimir. Hann hefur breytt sundurtættu liði sem olli stanslausum vonbrigðum síðasta sumar, í stöðugasta og besta lið landsins. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr þeirri staðreynd: „Það er fullt af frábærum fótboltamönnum í Val. Við höfum bara verið að vinna svolítið með samstöðuna. Þetta hefur gengið ágætlega hingað til, en það eru bara einhverjir 12-13 leikir búnir og við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum,“ sagði Heimir. Arnar: Þetta hafa bara verið vonbrigði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í deildinni. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára núna en ekki gegn Kane Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku. Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti