Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 23:00 Stuðningsmenn Pútíns hafa unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í fjölda sambandsríkja Rússlands. Stjórnarandstæðingar virðast hins vegar hafa bætt við sig sætum í fjölda sveitartjórna í Síberíu. EPA-EFE/MICHAEL KLIMENTYEV Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk. Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk.
Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50
Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05
Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05