Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:22 Zhenhua er talið nota gervigreind til að grafa eftir persónuupplýsingum á netinu. Vísir/Getty Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim. Kína Ástralía Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim.
Kína Ástralía Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira