Fagnaði óvæntum sigri sínum á ANA með því að stökkva út í tjörnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 15:00 Mirim Lee fagnar sigri sínum með kylfusveinunum Matt Gelczis en þau hoppuðu bæði út í tjörnina. Getty/Christian Petersen Mirim Lee vann sitt fyrsta risamót um helgina þegar hún tryggði sér sigur á ANA Inspiration risamótinu en úrslitin réðust í þriggja manna umspili. Hin 29 ára gamla Mirim Lee er frá Suður-Kóreu. Sigur hennar er mjög óvæntur enda ekki í hópi bestu kylfinga heims. Mirim Lee náði sem dæmi ekki niðurskurðinum á þessu sama móti í fyrra en besti árangur hennar á risamóti fyrir helgina var annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2016. Mirim Lee records dramatic victory in three-way play-off at ANA Inspiration https://t.co/eqywF1dZXp— Guardian sport (@guardian_sport) September 14, 2020 Mirim Lee var bara í 94. sæti á heimslistanum fyrir mótið en mun eflaust hækka sig talsvert á listanum núna. Hún fékk líka 465 þúsund Bandaríkjadali fyrir sigurinn eða tæpar 63 milljónir króna. Nelly Korda og Brooke Henderson voru efstar fyrir lokadaginn og flestir bjuggust við því að þetta yrði einvígi á milli þeirra í lokin. Mirim Lee var tveimur höggum á eftir þeim fyrir síðasta daginn en tókst að tryggja sér umspil með því að spila á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Take a bow, Mirim Lee pic.twitter.com/LTSz8oRXKF— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Mirim Lee tryggði sér síðan sigurinn með því að fá fugl á fyrstu umspilsholunni en það var spilað eftir bráðabanareglum. Mirim Lee lék átjándu holuna á fjórum höggum en hinar tvær spiluðu hana á fimm höggum. „Ég talaði við vini mína heim fyrir umspilið. Þau sögðu mér að láta vaða og koma heim sem fyrst,“ sagði Mirim Lee með hjálp túlks. „Það er svolítið klikkað að ég hafi unnið,“ sagði Mirim Lee. Hún fagnaði sigrinum með því að hoppa út í tjörnina við átjándu holuna. Tilþrifin voru þó mun meiri hjá kylfusveinunum hennar eins og sjá má hér fyrir neðan. How about this belly flop from Mirim Lee s caddie? pic.twitter.com/O0TZeaCICq— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Golf Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Mirim Lee vann sitt fyrsta risamót um helgina þegar hún tryggði sér sigur á ANA Inspiration risamótinu en úrslitin réðust í þriggja manna umspili. Hin 29 ára gamla Mirim Lee er frá Suður-Kóreu. Sigur hennar er mjög óvæntur enda ekki í hópi bestu kylfinga heims. Mirim Lee náði sem dæmi ekki niðurskurðinum á þessu sama móti í fyrra en besti árangur hennar á risamóti fyrir helgina var annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2016. Mirim Lee records dramatic victory in three-way play-off at ANA Inspiration https://t.co/eqywF1dZXp— Guardian sport (@guardian_sport) September 14, 2020 Mirim Lee var bara í 94. sæti á heimslistanum fyrir mótið en mun eflaust hækka sig talsvert á listanum núna. Hún fékk líka 465 þúsund Bandaríkjadali fyrir sigurinn eða tæpar 63 milljónir króna. Nelly Korda og Brooke Henderson voru efstar fyrir lokadaginn og flestir bjuggust við því að þetta yrði einvígi á milli þeirra í lokin. Mirim Lee var tveimur höggum á eftir þeim fyrir síðasta daginn en tókst að tryggja sér umspil með því að spila á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Take a bow, Mirim Lee pic.twitter.com/LTSz8oRXKF— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Mirim Lee tryggði sér síðan sigurinn með því að fá fugl á fyrstu umspilsholunni en það var spilað eftir bráðabanareglum. Mirim Lee lék átjándu holuna á fjórum höggum en hinar tvær spiluðu hana á fimm höggum. „Ég talaði við vini mína heim fyrir umspilið. Þau sögðu mér að láta vaða og koma heim sem fyrst,“ sagði Mirim Lee með hjálp túlks. „Það er svolítið klikkað að ég hafi unnið,“ sagði Mirim Lee. Hún fagnaði sigrinum með því að hoppa út í tjörnina við átjándu holuna. Tilþrifin voru þó mun meiri hjá kylfusveinunum hennar eins og sjá má hér fyrir neðan. How about this belly flop from Mirim Lee s caddie? pic.twitter.com/O0TZeaCICq— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020
Golf Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira