Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 16:32 Vel fór á með þeim Lúkasjenkó (t.v.) og Pútín (t.h.) þegar þeir hittust í Sotsjí við Svartahaf í dag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36
Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11