Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 16:32 Vel fór á með þeim Lúkasjenkó (t.v.) og Pútín (t.h.) þegar þeir hittust í Sotsjí við Svartahaf í dag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36
Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11